HELLVAR –EKKI HELVAR
Laugardaginn 17. desember kl.15.00 er opnun í sýningarýminu
Suðsuðvestur í Keflavík. Að þessu sinni
ætlar hljómsveitin Hellvar að
Þau hafa nú lagt í það skemmtilega verkefni að halda svokallaða „opna vinnustofu“, en þau ætla að fylla sýningarýmið SSV í Keflavík af græjum og semja þar splunkunýtt efni, eins og andinn ber þeim í brjóst á þessum nýja og framandi stað. Eina reglan sem þau ganga inn með er að ekkert má nota af hugmyndum sem nú þegar eru fæddar en ekki er búið að vinna úr. Verkið verður því innsetning um leið og um gerð hljómdisks verður að ræða, og ekkert er vitað um útkomuna, (sjálfan diskinn) fyrr en ferlinu, (sem er sýningin sjálf), lýkur. Sýningin hefur fengið heitið HELLVAR -EKKI HELVAR og opnar laugardaginn 17.desember, klukkan 15:00. Hún verður opin allar helgar að deginum til, og 2 virk kvöld í viku, en síðasti dagur sýningarinnar er föstudagurinn 6. janúar þegar HELLVAR heldur lokapartý og býður fólki að kaupa verkið á geisladiski. Myndlistarkonan Sunna Guðmundsdóttir ætlar að setja upp eigin verk á meðan á sýningu stendur. Suðsuðvestur er á Hafnargötu 22 í Keflavík.
Eftirfarandi dagar eru ákveðnir opnunardagar, en ef við þá bætist er hægt að fara inná sudsudvestur.is þar sem þær birtast:
Laugardagur 17.12.2005 – Opnun klukkan
Sunnudagur 18.12.2005 – 13:00-fram á kvöld
Þriðjudagur 20.12.2005 –
Laugardagur 24.12.2005 –
Miðvikudagur 28.12.2005 –
Föstudagur 30.12.2005 – 16:00-fram á kvöld (seint)
Laugardagur 31.12.2005 –
Sunnudagur 01.01.2006 – 15:00-fram á kvöld
Þriðjudagur 03.01.2006 –
Fimmtudagur 05.01.2006 –
Föstudagur 06.01.2006 – LOKAHÓF sem hefst
klukkan