Kerfisrækt
Ingirafn Steinarsson
Mosi sem vex með hjálp tilbúins vatnsræktarkerfis er táknrænt verk Ingarafns Steinarssonar um þau kerfi sem maðurinn hefur komið sér upp fyrir hönd náttúrunnar. Þau okkar sem eru fórnarlömb þeirrar fegurðar, sem liggur í þessum kerfum, könnumst við hina óleysanlegu mótsögn sem felst í því að vera haldin þráhyggju yfir fagurfræði vísindanna meðan við fögnum glórulausu eðli tækninnar. Í raun er þetta ákaflega klókt kerfi sem hampar eigin framþróun og klæmist á notagildi sínu.
Ráðgáta framþróunarinnar liggur í dulspekilegri trú okkar á að allir hlutir þróist til að verða betri, línulegri og hagkvæmari, í þeim tilgangi að ná lengra en við erum stödd núna. Við vitum vel að tæknin veitir okkur í raun ekki þetta, en samt kunnum við vel við það því möguleikarnir eru svo máttugir. Notagildi tækninnar er orðið að fjarvistarsönnun fyrir eigin framförum, líkt og skrúfa myndi láta sig dreyma um æxlun blóma, á meðan blómið lætur sig dreyma um helbert notagildi skrúfunnar.
En eigi að síður er mosi einfaldara lífsform en aðrar plöntur og hamlar þessi einfaldleiki þróun hans sem tegundar. Þar af leiðandi er mosinn ein fjölbreyttust plöntutegunda, hann er lífvera af þeim meiði sem getur fært menninguna aftur nær nattúrunni, með því að nema land á nýrunnu hrauni á sama áhrifaríka hátt og hann leggur undir sig steinsteypu yfirgefins húss. Menning er, þegar öllu er á botnin hvolft, einungis annað heitir yfir bakteríu – lífvera sem í raun er skaðræðisvaldur í hreinlætisstuðli samfélagsins. En eins og Darwin bendir á er enginn tilgangur með þróun; hún er einungis kerfi breytinga sem öllum stundum getur af sér furðulega hluti í þeim tilgangi einum að koma á jafnvægi til móts við það sem náttúruna losar sig við. Þannig er eini tilgangur þróunar sá að skjóta sér undan, þó ekki væri nema tímabundið, hinni endanlegu hnignun alls lífs.
Hydroponics, eða vatnsræktarkerfi, er hins vegar byggt á tækni sem heldur jarðvegi frá vexti plantna. Það byggir á þaulhugsaðri og framtíðarlegri notkun fljótandi áburðar, sem minnir á undarlegan hátt á Dr. Strangelove, sem beindi getuleysi sínu að karnorkusprengjunni og hinu mikla samsæri kommúnismans í þeim tilgangi að hvítþvo sína dýrmætu líkamsvessa, sem hann neitaði bæði kommúnismanum og konum um.
Eftir stendur spurningin um hvaða skilning við leggjum í þessa hluti. Sveppafræði er róttækasta dæmið um hvernig teikning getur verið eina leiðin til að henda reiður á muninn milli tegunda. Að lýsa litrófi með orðum er í raun ógjörningur, þar sem vatnslitir geta falið í sér lífræna eiginleika lita og upplitunar með jafnvel meiri nákvæmni en ljósmynd. Þannig er teikningin leið til að skilja til fulls hlutverk kerfisins, hún deilir sama iðandi hjarta og vísindin í viðleitni sinni til að skilja heiminn.
Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar
Growing system
Ingirafn Steinarsson
The moss that grows through hydroponics is a work that contains Ingirafn Steinarsson’s emblematic strategy of nature-participation. Those of us who are victims to the beauty of systems are already familiar with the irresolvable paradox of the enterprise of obsessing over the aesthetics of science while celebrating technology’s sometimes-nonsensical nature. In reality it is an art of systems that celebrates it own procreation in a kind of pornography of usefulness.
The enigma of progress lies in the mystical belief that all things are evolving to become better, straighter and more efficient so as to arrive at a different place then where we are now. We know that technology might not necessarily do this, but we like it anyway as its possibilities are so potent. Its sense of utility has become an alibi for its own reproduction much like a screw would dream of the reproductive mechanisms of a flower, while the flower desires the screw’s unadulterated utility.
Yet moss is a simpler form of life then other plants, and this simplicity is what makes it a dead-end for the evolutionary possibilities of its species. As a result, one of the most diverse variations of plant groups is the moss family, and subsequently, it is the kind of life that can bring culture back to nature – colonizing newly cooled lava just as efficiently as the cement of an abandoned house. Culture is after all just another name for bacteria – as it is an organism that is essentially destructive to society’s hygienic status quo. But as Darwin points out, there is no point to evolution; it is only a system of variations that produces freaky things all the time for the sole purpose of counterbalancing what nature gets rid of. Its only aim is to evade, even if temporarily, the essential deterioration of all things.
Hydroponics, however, is built on the scientific exclusion of dirt from the growth of plants. It consists in the strategic use of water to supply nutrients to plants in a technology of the future, which is strangely reminiscent of Dr. Strangelove, whose impotence is gleefully redirected towards the bomb and the great conspiracy of the communists to sap and purify precious bodily fluids, but which he will deny both communists and women alike.
Then there is the question of how we can conceive of these things – mycology (the study of mushrooms) is the most extreme example of how drawing can sometimes be the only way to document differences between species. Describing shades of colour in words is practically useless when watercolours can contain the biological traits of hues and discoloration with more relevance then a photograph. It is a way to fully conceive the system’s function and shares the pulsating heart of science in its drive to understand the world.
Geirþrúður
Finnbogadóttir Hjörvar