Sýningin “ þinn staður-minn staður / dit sted-mit sted II” er samvinnuverkefni Þóru og Anne þar sem þær kanna margvíslega fleti & form í samskiptum milli persóna í ólíku menningarlegu og náttúrulegu umhverfi. Fyrsti hluti verkefnisins var unnið í Gallerí Lars Borella  í Kaupmannahöfn þann 15. október – 5. nóvember, en þar var athyglinni beint að lífi í víðáttu og landslagi. Í öðrum hluta verkefnisins í sýningarýminu Suðsuðvestur í Reykjanesbæ er gefinn gaumur að hversdagslegri menningu og daglegu lífi.

Þinn staður – minn staður / dit stedmit sted II er unnið sérstaklega með rými Suðsuðvestur í huga, með ljósmyndum, þrívídd, málverki / þrykki og video.

 

Verkefnið er styrkt af Myndstefi, Muggi ( SÍM, Reykjavíkurborg og Icelandair)  og Kunstraadets Fagudvalg for Billedkunst, Danmörku.

 

 

Anne Thorseth býr og vinnur í Danmörku og stundaði nám á Listaakademíunni í Kaupmannahöfn. Hún hefur kennt og haldið fyrirlestra ásamt því að vera deildarstjóri við Det Jyske kunstakademi um árabil. Anne hefur haldið fjölda sýninga í Danmörku og víðar síðan 1973.

 

Þóra Sigurðardóttir stundaði nám við Myndlista-og handíðaskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og Det Jyske Kunstakademi, Danmörku. Þóra hefur stundað kennslu, unnið teikningar fyrir bækur og var skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík 1998-2005. Hún hefur sýnt hérlendis og erlendis síðan 1992.