Opnun 1.október 2005

"FERÐALOK"

Jón Sæmundur Auðarson

Elsku Sigríđur mín. 

Ég var staddur í ókunnu húsi og gekk inn í gluggalaust herbergi, sennilega stofu, svartmálađa međ svörtu teppi. Úr tveimur nöktum perum skein veik týra sem lýsti upp annars rökkvađ herbergiđ. Fjórar gamaldags líkkistur voru ţarna inni. ţrjár ţeirra stóđu lóđréttar upp viđ einn vegginn. Ein var gul, önnur rauđ og ţriđja blá.  

Sú fjórđa var svört og hvíldi á hvítum búkkum fyrir miđju herberginu. Ég sá sjálfan mig ofan í kistunni. Virtist ég vera látinn en ţó međ logandi sígarettu í öđru munnvikinu. Kistan var eins í lögun og hinar, nema hún var međ átta haldföngum gerđum úr kindakjálkum, svartmáluđum međ hvítum tönnum. 

Á veggnum fyrir ofan kistuna hékk stórt svarthvítt málverk af samhverfu öldubroti og greindi ég guđdómlega veru fyrir miđri mynd. Ekkert annađ var ţarna inni.  

Úr stofunni var á hćgri hönd innangengt í annađ og minna herbergi. Veggirnir voru ţaktir svörtu og hvítu veggfóđri međ mynd af akkerinu sem ég ber á hćgri upphandlegg. Föl birta kom inn um svartmálađan glugga og varpađi ljósi á svart rúm. ţar lást ţú sofandi og bćrđir ţig ekki. Ég reyndi ađ vekja ţig en ţú steinsvafst. Á veggnum fyrir ofan mig var fermingarmyndin af Guđmundi afa. Ég sneri mér viđ, gekk til stofunnar og kom ţá auga á svartmálađa hrafnsvćngi fyrir ofan dyrnar. ţegar ég ćtlađi ađ skođa ţá nánar vaknađi ég. 

Ástarkveđjur,

Jón Sćmundur