Suðsuðvestur
í samvinnu við
Galerie van Gelder (Amsterdam)
stendur fyrir einkasýningu á verkum hollenska
listamannsins Klaas Kloosterboer.
K.Kloosterboer er vel þekktur
í Hollandi fyrir verk sín sem oft
taka á sig þrívíð form.
Klaas notar hefðbundin efni svo sem málningu
og striga í listsköpun sinni, en hlutgerir
efniviðinn með því að rífa
í sundur og endurbyggja málverks-skúlptúra.Í
huga Klaas er listsköpun ávallt spurning
um að leggja undir sig rými.Margbreytilegar
tækniaðferðir, til að mynda notkun
spreybrúsa og sletta, ásamt því
að klippa og rimpa, kasta og skella, eru algengar
í vinnslu hans við gerð striga og málverks-skúlptúra
sinna, sem stundum eru unnir í tengslum við
vídeóverk. Með þessum kraftmiklu
athöfnum umbreytast verkin, hlutgerast og verða
þrívíð málverk sem líkja
eftir klæðnaði og skilgreina á
myndrænan hátt hugrenningatengslin að
umvefja og hylja. Á
meðan Listahátíð stendur yfir
mun Suðsuðvestur sjá um ókeypis
dreifingu leiðbeininga-skúlptúrs í
formi bæklings unnum af Klaas Kloosterboer.
Til a ð eignast eintak fyrirfram er áhugasömum
bent á að senda tölvupóst á
sudsudvestur@sudsudvestur.is og
skrá nafn sitt og heimilisfang.
Árið 2003 var haldin umfangsmikil einkasýning
á verkum Klaas Kloosterboer í Badischer
Kunstverein, í Karslruhe, Þýskalandi.
Hann hefur tekið þátt í mörgum
samsýningum, t.a.m. Dumb Painting í Centraal
Museum Utrecht og Museum Dhondt-Dhaenens, Deurle (Belgiu)
og The Projection Project, Kunsthalle Budapest (Ungverjalandi).
Árið 2009 tekur hann þátt í
sjálfsprottinni samsýningu ásamt
Wim.T. Schippers, Andreas Slominski og danska
hópnum Superflex í Museum Boijmans van
Beuningen í Rotterdam (Hollandi).
Verk eftir Klaas Kloosterboer er að finna á
einkasöfnum í Noregi, á Íslandi,
Hollandi, Þýskalandi og Belgíu og
á opinberum söfnum svo sem Stadsgalerij,
Heerlen, Museum Boijmans van Beuningen, Rotterdam, Centraal
Museum, Utrecht, Stedelijk Museum, Amsterdam og
víðar.
Texti
úr sýningarskrá
"PULP
MACHINERIES”
Suðsuðvestur, in collaboration
with Galerie
van Gelder
(Amsterdam), has organised a private exhibition
of works by Dutch artist Klaas Kloosterboer.
Klaas is well known in Holland for paintings that often
take on a three-dimensional form. He makes use of traditional
materials, such as paint and canvas, but objectifies
them by constructing and reconstructing painting-like
sculptures. In his view, making art is always a question
of occupying space.
Techniques such as canon spraying and splashing, as
well as cutting and stitching, throwing and slamming,
are common in his work in order to create his painter's
sculptures of paint and canvas, which are sometimes
combined with video film. In this energetic process,
the work transforms into objects and three-dimensional
paintings that simulate clothing defined in pictorial
notions of enveloping and covering.
Klaas Kloosterboer had an extensive
solo exhibition in the Badischer Kunstverein,
Karlsruhe, Germany in 2003. He participated in group
shows such as Dumb Painting, CentraalMuseumUtrecht
and Museum Dhondt-Dhaenens, Deurle (Belgium) and The
Projection Project, Kunsthalle Budapest (Hungary).
In 2009 he will participate in an impromptu group show
with Wim T Schippers, Andreas Slominski
and the Danish collective Superflex
in Museum Boijmans van Beuningen, Rotterdam
(Holland).
Klass's work is in private collections in Norway, Iceland,
The Netherlands, Germany and Belgium and in public collections
in museums such as Stadsgalerij, Heerlen, Museum Boijmans
van Beuningen in Rotterdam, Centraal Museum in Utrecht,
Stedelijk Museum in Amsterdam and others.During the
Reykjavik Arts Festival 2009 a free leaflet sculpture
created by Klaas Kloosterboer will be distributed by
Suðsuðvestur. For an advance copy, apply to
sudsudvestur@sudsudvestur.is
including your postal address. For
further reading...