Libia Castro og Ólafur Ólafsson sýna myndbandsverkið Caregivers (2008) sem þau unnu fyrir Evróputvíæringinn Manifesta 7 sem haldinn var í Trentino héraðinu á Norður Ítalíu á síðasta ári.

Myndbandið sem tekið er í Trentino, dregur upp mynd af tveimur konum, innflytjendum frá  Rúmeníu og  Úkraínu, sem fluttust til Ítalíu til að vinna við umönnun aldraðra  í heimahúsum. Í myndbandinu blandast saman heimildarmynda- og tónlistarmyndbandagerð, blaðamennska og  klassísk samtímatónlist. Tónlistin í verkinu, sem samin er útfrá blaðagrein er fjallar um sama viðfangsefni, er samin af Karólínu Eiríksdóttur og flutt af Ingibjörgu Guðjónsdóttur sópransöngkonu, Matthíasi Nardeau óbóleikara og Kvennakór Garðabæjar.

Libia og Ólafur hafa sýnt víða erlendis og á Íslandi síðan samstarf þeirra hófst fyrir tólf árum. Auk þátttöku þeirra í Manifesta 7 má nefna sýninguna “Allir gera það sem þeir geta” í Hafnarhúsinu á síðasta ári, auk þess sem þau voru tilnefnd til hinna virtu hollensku Prix de Rome verðlauna 2009 og hlutu þriðju verðlaun fyrir verkið “Lobbyists”.

Caregivers hefur m.a. verið sýnt í Zacheta National Gallery of Art í Varsjá, á Cuvée tvíæringnum í OK Center fro Contemporary Art í Linz, í David Roberts Arts Foundation Fitzrovia í London og á einkasýningu listamannanna í Galerie Opdahl í Berlín.

Þess má geta að annað verk eftir Libiu og Ólaf má sjá á sýningunni Lífróður í Hafnarborg