Home

 

 

 

FRAUÐPLAST, STRIGAEFNI OG GIPS

Tvær söngkonur flytja mismunandi aríur úr þekktum óperum meðan listamaðurinn, Örn Alexander Ámundason, mótar skúlptúra. Tónlistin hefur áhrif á handahreyfingar Arnar, smýgur inní gifsið og verður að innihaldsefni í skúlptúrunum. Listamaðurinn er fullur einbeitingar og svo fókuseraður að skúlptúrarnir virðast verða til á náttúrulegan og óumflýjanlegan hátt, alveg eins og þegar koltvíoxíð myndast við útöndun.

Skúlptúrarnir eru þess vegna einhverskonar afurð af upplifun Arnar, tilraun hans til þess að túlka það sem hann upplifir. Og þó svo að sú tilraun sé í eðli sínu dauðadæmd, þar sem að skúlptúr getur í raun aldrei verið tónlist, þá setur hún fram spurningar í kringum túlkun almennt. Jafnframt því að vekja okkur til umhugsunar um togstreituna sem getur skapast milli okkar persónulega tungumáls annars vegar og hins almenna tungumáls hins vegar. Og hvernig við sem manneskjur getum aldrei, sama hversu hart við leggjum að okkur, fullkomnlega skilið hvort annað.

STYROFOAM, BURLAP AND PLASTER

Two singers perform arias from different renowned operas while the artist, Örn Alexander Ámundason, creates abstract sculptures. The sound coming from the singers affects the movement of Ámundason's hands and slide into the plaster to become a part of the sculptures. There is a certain presence in the artists behavior, he seems to be fully engaged in the moment in a way that the sculptures derive naturally like exhaled carbon dioxide. An excess material that the situation for better or for worse can't help but generate.

Can anything ever truly be interpreted or translated? What happens when an object or a phenomenon is transposed into something else and if something is added during that process where does it come from?

The sculptures can be seen as a documentation of Ámundasons encounter and an attempt to translate what he experiences. And although that attempt is in its nature doomed (since a sculpture can never really be a song) it has something to say about the idea of interpretation in general. And the struggle of ones personal language vs. public language. And how we as people, no matter how hard we try, will never completely understand each other.

Myndir / Photogr; Helgi Hjaltalín