Sýningin
GÆTI TAFIÐ FRAMKVÆMDIR Á SUÐURNESJUM
umhverfissóðar láta enn til sín
taka er samstarfsverkefni þar sem 15 manns,
myndlistarmenn og myndlistarnemar Listaháskóla
Íslands, hafa síðastliðin þrjú
ár heimsótt og skoðað Suðurnesin
á rannsakandi hátt, sett fram spurningar
og útilokað aðrar.
Vettvangsferðir
og rannsóknarleiðangrar hafa hlykkjast
um Suðurnesin í söfnun sinni að
efni fyrir sýninguna, efnistökin eru fjölþætt
og unnið er úr þeim á margvíslegan
máta, húmor, ljóðræna
og pólitík eru allt aðferðir
til að skilgreina eða afhjúpa ákveðin
lífsgildi.
Sýningin
skiptist í tvo hluta, í hinu hefðbundna
sýningarrými SUÐSUÐVESTUR hefur
verið sett upp upplýsingamiðstöð
þar sem gestir geta skoðað efni tengt
Suðurnesjum en myndlistarverkin hafa hreiðrað
um sig á stöðum sem hingað til
hafa haft annað hlutverk, í kjallaranum
undir sýningarrýminu, íbúðinni
fyrir ofan, skrifstofunni, háaloftinu og veröndinni.
Ýmsir
miðlar eru notaðir til að myndgera viðfangsefnið
og koma því út í samfélagið,
svo sem teikningar, skúlptúrar, málverk,
myndbönd, ljósmyndir, útsaumur,
hljóð og gjörningar.
Verkefnið
er hluti af starfsemi Listaháskóla Íslands,
þátttakendur eru
Anna Líndal, Amanda Michelle Tyahur, Emilía
Íris L. Garðarsdóttir, Eva Ísleifsdóttir,
Jóhanna K. Sigurðardóttir, Logi
Bjarnason, María Dalberg, Katrín Inga
Jónsdóttir, Kristín Rúnarsdóttir,
Ragnheiður Káradóttir, Rakel McMahon,
Sara Ross Bjarnadóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir,
Una Björk Sigurðardóttir og Þorvaldur
Jónsson.
Velkomin
á opnun föstudaginn 5. september kl. 17.00.
Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17
og eftir samkomulagi í síma 6628785.
Sýningunni lýkur 5. október.
Nánari
upplýsingar:
Anna Líndal 892 63 57
Inga Þórey 662 87 85